Rapparinn Tyga og tónlistarkonan Avril Lavigne eru sögð vera nýjasta parið í Hollywood eftir að myndir náðust af þeim deila kossum í borg ástarinnar, París í Frakklandi.
Tyga og Lavigne eru stödd á tískuvikunni í París um þessar mundir, en fram kemur á vef Page Six að parið hafi verið ófeimið við að kyssast og haldast í hendur á tískusýningum. Þá hafi þau einnig sést á nokkrum stefnumótum í borginni.
Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar frá því Lavigne sleit trúlofun sinni við tónlistarmanninn Mod Sun óvænt. Þau höfðu verið í sambandi í rúmlega tvö ár og trúlofuð í eitt ár, en Sun fór einmitt á skeljarnar í París hinn 27. mars 2022.