Seldist upp á 36 mínútum

Mikil spurn var eftir miðum á úrslitakvöld Eurovision.
Mikil spurn var eftir miðum á úrslitakvöld Eurovision. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðar á úr­slita­kvöld Eurovi­son-söngv­akeppn­inn­ar seld­ust upp á 36 mín­út­um. Miðar á keppn­ina fóru í sölu í dag og seld­ist upp á bæði undan­k­völd­in á 90 mín­út­um. BBC grein­ir frá. 

Einnig er upp­selt á sex æf­ing­ar, tvær á hverj­um keppn­is­degi Eurovisi­on. Eurovisi­on fer fram dag­ana 9., 11. og 13. maí í Li­verpool

Um 6 þúsund miðar fóru í sölu fyr­ir hverja keppni, tals­vert minna en höll­in í Li­verpool tek­ur í sæti á hefðbunda tón­leika. Ástæðan er all­ur búnaður sem þarf til að senda slíka sýn­ingu beint út í sjón­varpi. 

3 þúsund miðar á keppn­ina voru tekn­ir frá fyr­ir Úkraínu­menn bú­setta í Bretlandi. Úkran­ía, sem vann á síðasta ári, held­ur keppn­ina ásamt Bretlandi vegna inn­rás­ar Rússa. 

Miðarn­ir á undan­keppn­irn­ar kostuðu á bil­inu 30 til 290 pund, eða um 5 til 50 þúsund krón­ur. Á úr­slita­kvöld­inu voru miðarn­ir öllu dýr­ari og kostuðu á bil­inu 80 til 380 pund, 14 til 64 þúsund krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Forðastu að reyna að stjórna lífi annarra því hver er sinnar gæfu smiður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Forðastu að reyna að stjórna lífi annarra því hver er sinnar gæfu smiður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir