Miðar á úrslitakvöld Eurovison-söngvakeppninnar seldust upp á 36 mínútum. Miðar á keppnina fóru í sölu í dag og seldist upp á bæði undankvöldin á 90 mínútum. BBC greinir frá.
Einnig er uppselt á sex æfingar, tvær á hverjum keppnisdegi Eurovision. Eurovision fer fram dagana 9., 11. og 13. maí í Liverpool
Um 6 þúsund miðar fóru í sölu fyrir hverja keppni, talsvert minna en höllin í Liverpool tekur í sæti á hefðbunda tónleika. Ástæðan er allur búnaður sem þarf til að senda slíka sýningu beint út í sjónvarpi.
3 þúsund miðar á keppnina voru teknir frá fyrir Úkraínumenn búsetta í Bretlandi. Úkranía, sem vann á síðasta ári, heldur keppnina ásamt Bretlandi vegna innrásar Rússa.
Miðarnir á undankeppnirnar kostuðu á bilinu 30 til 290 pund, eða um 5 til 50 þúsund krónur. Á úrslitakvöldinu voru miðarnir öllu dýrari og kostuðu á bilinu 80 til 380 pund, 14 til 64 þúsund krónur.