Söngkonan Diljá Pétursdóttir lagði allt í sölurnar þegar hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöld. Diljá sýndi frá stóra deginum í myndbandi á TikTok.
Dagurinn var tekinn ansi snemma og borðaði hún með fjölskyldunni áður en hún fór upp í höll. Þar tók við smink og hár, þá sýndi hún líka frá upphituninni fyrir atriðið og tók nokkrar armbeygjur.
Eftir keppnina fór hún ásamt hinum keppendunum með rútu niður í bæ.
@diljapetursdottir Besti dagur ever. TAKK fyrir stuðninginn #söngvakeppnin #íslenskt #fyp ♬ Power - Diljá