Victoria's Secret-tískusýningin snýr aftur

Karolina Kurkova, Tyra Banks, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Adriana …
Karolina Kurkova, Tyra Banks, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Adriana Lima á tískusýningunni árið 2012. LOUIS LANZANO

Hin um­deilda tísku­sýn­ing nærfat­ar­is­ans Victoria's Secret mun snúa aft­ur í nýj­um bún­ingi á ár­inu eft­ir fjög­urra ára hlé. Tísku­sýn­ing­in var fyrst hald­in árið 1995 í New York-borg og var ár­leg­ur kynn­ing­ar­viðburður fyr­ir und­irfata­vörumerkið.

Árið 2019 var tísku­sýn­ing­unni hins veg­ar af­lýst eft­ir há­vær­ar gagn­rýn­isradd­ir í kjöl­far tísku­sýn­ing­ar­inn­ar árið áður. Fyr­ir­tækið var harðlega gagn­rýnt vegna skorts á fjöl­breyti­leika á tískupall­in­um og í kjöl­farið sagði skipu­leggj­andi sýn­ing­ar­inn­ar, Edw­ard Razek, af sér.

Urðu grennri og yngri með ár­un­um

Á þeim rúm­lega 20 árum sem tísku­sýn­ing­in fór fram og var sjón­varpað minnkaði um­mál og meðal­ald­ur fyr­ir­sæt­anna. Niður­stöður rann­sókn­ar frá há­skóla í Bost­on bentu einnig til þess að nærfata­merkið ýti und­ir óeðli­lega feg­urðarí­mynd sem er langt frá raun­veru­leik­an­um. 

Eft­ir mikla gagn­rýni virðist nærfat­ar­is­inn þó til­bú­inn að snúa aft­ur á tískupall­inn á þessu ári. Fjár­mála­stjóri Victoria's Secret, Timot­hy John­son, seg­ir í sam­tali við Retail Dive að sýn­ing­in verði í nýj­um bún­ingi í ár, án þess þó að til­kynna hvað þessi „nýja út­gáfa“ muni fela í sér.

Fyrirsætur á tískusýningunni árið 2013.
Fyr­ir­sæt­ur á tísku­sýn­ing­unni árið 2013. EMM­ANU­EL DUNAND
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant