Victoria's Secret-tískusýningin snýr aftur

Karolina Kurkova, Tyra Banks, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Adriana …
Karolina Kurkova, Tyra Banks, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Adriana Lima á tískusýningunni árið 2012. LOUIS LANZANO

Hin umdeilda tískusýning nærfatarisans Victoria's Secret mun snúa aftur í nýjum búningi á árinu eftir fjögurra ára hlé. Tískusýningin var fyrst haldin árið 1995 í New York-borg og var árlegur kynningarviðburður fyrir undirfatavörumerkið.

Árið 2019 var tískusýningunni hins vegar aflýst eftir háværar gagnrýnisraddir í kjölfar tískusýningarinnar árið áður. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt vegna skorts á fjölbreytileika á tískupallinum og í kjölfarið sagði skipuleggjandi sýningarinnar, Edward Razek, af sér.

Urðu grennri og yngri með árunum

Á þeim rúmlega 20 árum sem tískusýningin fór fram og var sjónvarpað minnkaði ummál og meðalaldur fyrirsætanna. Niðurstöður rannsóknar frá háskóla í Boston bentu einnig til þess að nærfatamerkið ýti undir óeðlilega fegurðarímynd sem er langt frá raunveruleikanum. 

Eftir mikla gagnrýni virðist nærfatarisinn þó tilbúinn að snúa aftur á tískupallinn á þessu ári. Fjármálastjóri Victoria's Secret, Timothy Johnson, segir í samtali við Retail Dive að sýningin verði í nýjum búningi í ár, án þess þó að tilkynna hvað þessi „nýja útgáfa“ muni fela í sér.

Fyrirsætur á tískusýningunni árið 2013.
Fyrirsætur á tískusýningunni árið 2013. EMMANUEL DUNAND
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal