Handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Bam Margera var handtekinn á dögunum í Kaliforníu.
Bam Margera var handtekinn á dögunum í Kaliforníu. Skjáskot/Instagram

Bam Margera var handtekinn í San Diego-sýslu í Kaliforníu á dögunum, en hann er sagður hafa sparkað í kærustu sína. 

Fram kemur á vef TMZ að lögreglan í San Diego-sýslu hafi verið kölluð út að heimili í bænum  Escondido um klukkan fimm að morgni, og að Margera hafi í kjölfarið verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. 

Sleppt úr haldi gegn tryggingu

Þrátt fyrir að meint fórnarlamb, sem hefur ekki verið nafngreint, hafi sagt lögreglu að „eiginmaður hennar“ hafi sparkað í hana halda heimildarmenn TMZ því fram að eiginkona Margera, Nicole Boyd, sé ekki viðriðin. 

Daginn eftir er Margera sagður hafa verið sleppt úr haldi gegn tryggingu sem nemur 50 þúsund bandaríkjadölum, eða rúmum 7 milljónum króna á gengi dagsins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir