Leikarinn Cole Sprouse talar opinskátt um ástarlíf sitt í væntanlegum hlaðvarpsþætti Call Her Daddy. Þar greinir hann meðal annars frá því að „næstum allar“ fyrrverandi kærustur hans hafi haldið framhjá honum.
Í þættinum talar Sprouse meðal annars um fyrrverandi kærustu sína, leikkonuna Lili Reinhart, og segir samband þeirra hafa valdið miklum skaða fyrir þau bæði.
Sprouse og Reinhart kynntust við upptökur á hinum geysivinsælu þáttum, Riverdale, sem þau fóru bæði með stórt hlutverk í. Eftir tæplega þriggja ára samband ákváðu þau að fara hvort í sína áttina í maí 2020.
„Þetta var mjög erfitt. Ég veit að við höfum valdið hvort öðru töluverðum skaða,“ segir hann í viðtalinu.