TikTok-stjörnurnar Amelie Zilber og Blake Gray eru hætt saman eftir rúmlega tveggja ára samband.
Zilber staðfesti sambandsslitin í TikTok-myndskeiði hinn 4. mars síðastliðinn. Í myndskeiðinu byrjaði hún á að deila kvöldrútínu sinni áður en tilfinningarnar tóku yfir.
„Ég er viss um að þið hafið heyrt, eða séð, eða hvað sem það kann að vera. Við viljum endilega ítreka að við elskum hvort annað svo mikið. Og ég ætla ekki að gráta, ég vil virkilega ekki að hann fái hatur og ekki ég heldur,“ sagði Zilber með tárvot augu.
Zilber útskýrði að hvorugt þeirra hafi gert neitt rangt. „Þetta gerist bara þegar þú byrjar í sambandi með einhverjum og þú ert ung. Þið eruð saman í nokkur ár og þú þroskast bara. Maður breytist og verður öðruvísi,“ bætti hún við.
@ameliezilber Might not be myself rn, but I’m excited to take you along this new journey with me❤️
♬ original sound - Amelie Zilber