Sálfræðingurinn hætti vegna drykkju Barrymore

Sálfræðingur Drew Barrymore gafst upp á henni því hún drakk …
Sálfræðingur Drew Barrymore gafst upp á henni því hún drakk svo mikið. AFP/Angela Weiss

Leikkonan Drew Barrymore segir að áfengisdrykkja hennar eftir skilnaðinn við Will Kopelman hafi verið svo mikil að meira segja sálfræðingurinn hennar hafi gefist upp á henni. 

Líkt og Barrymore hefur áður talað um sótti hún huggun í áfengi eftir skilnaðinn. Hún sótti sér líka hjálp frá sálfræðingnum Barry Michels. Þar til hann gafst upp á henni. 

„Hann sagði bara: „Ég get þetta ekki lengur“. Það sneri að drykkjunni hjá mér. Ég sagði honum að ég skildi hann vel. Ég hafi aldrei borið meiri virðingu fyrir honum. Mér nefnilega gekk ekkert betur. Og ég sagðist vona að ég myndi vinna mér inn traust hjá honum einn daginn,“ sagði Barrymo0re í viðtali við Los Angeles Times á dögunum. 

Drykkjan tók mikið á Barrymore og fann hennar nánasta fólk vel fyrir því að ekki væri allt í lagi. Þó sálfræðingurinn hafi gefist upp á henni vegna drykkjunnar hætti hún ekki að drekka fyrr en árið 2019. 

Barrymore og Kopelman voru gift á árunum 2012 til 2016 og eiga saman tvær dætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal