Stefnir í milljarða tap vegna Kanye

Adidas veit ekki hvað það á að gera við lagerinn …
Adidas veit ekki hvað það á að gera við lagerinn af flíkum og skóm sem Kanye West hannaði fyrir fyrirtækið. AFP

Íþróttavörurisinn Adidas hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvað skuli gera við stóran lager af flíkum og skóm sem fjöllistamaðurinn Kanye West hannaði fyrir Yeezy-línu Adidas. 

Adidas rifti margra milljarða króna samningi sínum við West á síðasta ári eftir að West var sakaður um gyðingaandúð. 

Ef Adidas ákveður að selja ekki upp lagerinn sem tengdur er við ímynd West, missir fyrirtækið af allt að 1,2 milljarða evra veltu. Myndi það sömuleiðis auka rekstrartap fyrirtækisins um 500 milljónir evra árið 2023. 

Fyrirhugað væri að rekstrartap myndi nema um 200 milljónum evra á árinu vegna stefnubreytinga fyrirtækisins. Þannig myndi rekstrartap Adidas vera alls 700 milljónir evra árið 2023, eða rúmlega 104 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Björn Gulden, nýr forstjóri Adidas, sagði að fyrirtækið ætlaði nýta árið 2023 til að byggja góðan grundvöll fyrir árin 2024 og 2025.

Evrópumeistaramótið í fótbolta verður haldið á næsta ári og þá fara einnig Ólympíuleikarnir fram. Næsta ár verði stórt hjá íþróttavörurisanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar