Frumsýnir á hátíð í Texas

Hafsteinn Gunnar, fyrir miðju, með aðalleikurum Northern Comfort.
Hafsteinn Gunnar, fyrir miðju, með aðalleikurum Northern Comfort. Ljósmynd/Brynjar Snær Þrastarson

Nýj­asta mynd Haf­steins Gunn­ars Sig­urðsson­ar kvik­mynda­leik­stjóra, Nort­hern Com­fort, verður frum­sýnd á South by Sout­hwest-hátíðinni í Aust­in í Texas á sunnu­dag­inn.

South by Sout­hwest er risa­vax­in og mik­ilsvirt lista­hátíð fyr­ir kvik­mynd­ir, tónlist og uppistand. Bú­ast má við því að frum­sýn­ing mynd­ar­inn­ar veki mikla at­hygli. „Hátíðin hent­ar þess­ari mynd mjög vel sem tek­ur sig ekki of al­var­lega en er samt list­rænt metnaðarfull,“ seg­ir Haf­steinn í viðtali við Morg­un­blaðið í dag.

Nort­hern Com­fort er lýst sem svartri kó­medíu en mynd­in fjall­ar um skraut­leg­an hóp fólks á flug­hræðslu­nám­skeiði í London þar sem ferðinni er heitið til Íslands. Timot­hy Spall, einn þekkt­asti kvik­mynda­leik­ari Breta, fer með eitt af aðal­hlut­verk­un­um. Haf­steinn kveðst renna nokkuð blint í sjó­inn með þessa mynd. „Maður veit aldrei hvað maður hef­ur í hönd­un­um fyrr en maður upp­lif­ir mynd­ina með fólk í kring­um sig. Fram und­an er því stund sann­leik­ans, þarna sjá­um við kannski hvaða líf þessi mynd fær … eða dauða.“ 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum, þá eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Lykilorð dagsins er skilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum, þá eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Lykilorð dagsins er skilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir