Fyndið að sjá myndina döbbaða

Óskar Þór Axelsson er leikstjóri myndarinnar.
Óskar Þór Axelsson er leikstjóri myndarinnar. Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx

Kvik­mynd­in Napó­leons­skjöl­in voru frum­sýnd í Köln í Þýskalandi um liðna helgi. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Óskar Þór Ax­els­son, seg­ir frum­sýn­ing­una hafa verið ótrú­lega skemmti­leg og fyndið að sjá mynd­ina á þýsku. 

„Var eig­in­lega al­veg ótrú­lega skemmti­legt, al­gjör­lega fram­ar von­um. Og þá er ég ekki að tala um þá staðreynd að mynd­in er „döbbuð“ á þýsku sem auðvitað er frek­ar fyndið að sjá og allt það, held­ur frek­ar bara hversu vel þetta var gert allt sam­an hjá Þýska fram­leiðslu­fyr­ir­tæki mynd­ar­inn­ar, Splendid Film,“ seg­ir Óskar Þór. 

Napó­leons­skjöl­in byggja á sam­nefndri glæpa­sögu Arn­alds Indriðason­ar en með aðal­hlut­verk fara Vi­vi­an Ólafs­dótt­ir (Leyni­lögga), Jack Fox (Ri­viera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólaf­ur Darri Ólafs­son, Ades­uwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalars­son og Þröst­ur Leó Gunn­ars­son.

Napó­leóns­skjöl­in fara í sýn­ing­ar í þýsk­um kvik­mynda­hús­um í dag.

Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx

Mik­il stemn­ing í saln­um

Mynd­in var sýnd á föstu­dags­kvöld­inu og fór Óskar í allskyns viðtöl sama dag. „Þetta var allt skipu­lagt mjög ná­kvæm­lega og vand­lega eins og við er að bú­ast af Þjóðverj­um, stór hóp­ur sem var að snú­ast í kring­um þetta og allt rann ein­sog vel smurð vél. Svo var mætt í bíóið á rauða dreg­il­inn og þar áttaði maður sig á að við erum að frum­sýna mynd fyr­ir stór­an markað. Þarna voru tug­ir ljós­mynd­ara, nokkr­ar sjón­varps­stöðvar og góður slatti af aðdá­end­um sem biðu fyr­ir utan með út­prentaðar mynd­ir fyr­ir leik­ar­ana til að árita. Mest fyr­ir Iain Glen auðvitað enda Game of Thrones svo risa­stórt, en líka fyr­ir hina og meira að segja nokkr­ir með mynd­ir af Vi­vi­an úr Leyni­löggu,“ seg­ir Óskar. 

Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx

Eft­ir sýn­ing­una sátu þau fyr­ir svör­um og seg­ir Óskar að mik­il stemn­ing hafi verið í saln­um. Þar á eft­ir var svo auðvitað haldið gott frum­sýn­ingarpartí. 

„Þýska Eurovisi­on var þetta sama kvöld í Köln, í sama stúd­íói og við skut­um í, og auðvitað mikið í gangi í kring­um það, en fjöl­miðlarn­ir voru al­veg með fókus á okk­ur líka. Allt Eurovisi­on-liðið var á sama hót­eli og við og mætt­ust því okk­ar fólk og þau á hót­el­barn­um að partý­um beggja lokn­um. All­ir þreytt­ir en í góðu stuði. Mjög skemmti­legt allt sam­an,“ seg­ir Óskar. 

Hann bæt­ir við að það hafi sömu­leiðis verið gam­an að hitta teymið frá bóka­út­gáf­unni sem gef­ur út bæk­ur Arn­ald­ar í Þýskalandi. 

„Þau gáfu að sjálf­sögðu út nýja út­gáfu með plakati mynd­ar­inn­ar fram­an á bók­inni en það er hvorki meira né minna en 19. út­gáfa bók­ar­inn­ar í Þýskalandi! Al­veg magnað hvað hún hef­ur selst vel þar í landi,“ seg­ir Óskar að lok­um.

Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
Ljós­mynd/​Splendid Film/​Roland Guido Marx
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir