Sjónvarpsspákonan Margaret Lake, betur þekkt sem Mystic Meg, er látin 80 ára að aldri. Lake var áberandi í sjónvarpinu í Bretlandi á tíunda áratug á síðasta ári og skrifaði stjörnuspá fyrir götublaðið Sun í yfir tvo áratugi.
Samkvæmt Sun lést Lake snemma í morgun eftir að hafa verið lögð inn á spítala í síðasta mánuði vegna flensu.
Umboðsmaður hennar, Dave Shapland, sagði hana án efa hafa verið þekktasta stjörnuspeking Bretlands. „Enginn var með tærnar þar sem hún var með hælana. Milljónir fylgdust með spám hennar hér heima og líka um allan heim,“ sagði Dave Shapland.
„Hún varð meira að segja hluti af ensku tungumáli. Ef stjórnmálamaður, einhver úr skemmtanaiðnaðinum eða almennur borgari út á götu fékk erfiða spurningu sögðu þau:„Hver heldurðu eiginlega að ég sé, Mystic Meg?““ sagði umboðsmaðurinn.