Þetta segja spár veðbanka um gengi Íslands

Fulltrúar Íslands í Eurovision árin 2019 til 2023.
Fulltrúar Íslands í Eurovision árin 2019 til 2023. Samsett mynd

Spár veðbanka um gengi Íslands í Eurovisi­on eru oft ekki svo langt frá end­an­legri niður­stöðu keppn­inn­ar. Þetta má sjá þegar gengi Íslands er borið sam­an við spár veðbanka síðustu fjög­ur ár.

Árang­ur Systra var litlu lak­ari en spár gerðu ráð fyr­ir á síðasta ári og lentu þær í 23. sæti en ekki því 21. eins og spáð var.

Árið 2021 gekk Íslandi bet­ur en spár gengu ráð fyr­ir og lentu Daði og Gagna­magnið í 4. sæti í keppn­inni þrátt fyr­ir að hafa ekki getað stigið á sviðið í per­sónu vegna kór­ónu­veiru­smits í hópn­um. Þá var Daða og Gagna­magn­inu spáð 7. sæt­inu með lagið 10 Ye­ars.

Af­lýst árið 2020

Árið 2020 var keppn­inni af­lýst vegna far­ald­urs­ins. Það ár var Íslandi spáð 4. sæti í keppn­inni, enda naut lagið Think About Things mik­illa vin­sælda um heim all­an. Lenti lagið til dæm­is í 2. sæti í kosn­ingu sam­taka áhuga­fólks um Eurovisi­on-söngv­akeppn­ina, OGAE.

Árang­ur Hat­ara árið 2019 í Ísra­el var nokkuð svipaður og spár gerðu ráð fyr­ir og lenti sveit­in í 10. sæti en var spáð því ní­unda. 

Nú þegar rúm­ir tveir mánuðir eru þangað til Diljá Pét­urs­dótt­ir stíg­ur á stóra sviðið í Li­verpool er henni spáð 24. sæt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þriðjungur af þrákelkni og tveir þriðju af vitneskju eru uppskriftin að yfirráðum á vinnustaðnum. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þriðjungur af þrákelkni og tveir þriðju af vitneskju eru uppskriftin að yfirráðum á vinnustaðnum. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant