Topol er látinn

Chaim Topol er látinn.
Chaim Topol er látinn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Ísraelski leikarinn Chaim Topol er látinn 87 ára að aldri. Topol var hvað þekktastur fyrir að fara með aðalhlutverk Tevje í kvikmyndinni Fiðlarinn á þakinu árið 1971. 

Forseti Ísraels, Isaac Herzog, staðfesti andlát leikarans við fjölmiðla og sagði hann hafa verið einn af risunum í ísraelsku menningarlífi. 

Topol var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Fiðlaranum á þakinu. Á meðal þekktra kvikmynda Topol eru Flash Gordon, Follow Me og James Bond-myndin For Your Eyes Only. 

Topol greindist með alzheimers-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. Herzog fór fögrum orðum um leikarann og sagði hann hafa unnið leiksigra á leiksviði heima í Ísrael og í útlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal