„Aldrei aftur“

Arnar Dan Kristjánsson, leikari við Íslensku óperuna, viðurkennir að hafa …
Arnar Dan Kristjánsson, leikari við Íslensku óperuna, viðurkennir að hafa tekið þátt í menningarnámi og biðst afsökunar. Samsett mynd

Arn­ar Dan Kristjáns­son, leik­ari við Íslensku óper­una, seg­ist ekki ætla að vera með hár­kollu eða augn­máln­ingu sem til þess er fall­in að líkja eft­ir kynþætti á næstu sýn­ingu af Madama Butterfly eft­ir Giacamo Pucc­ini.

Arn­ar viður­kenn­ir að hafa tekið þátt í menn­ing­ar­námi við upp­færsl­una og þykir það sárt, en menn­ing­ar­nám hef­ur verið skil­greint á þann veg að hóp­ar í yf­ir­burðastöðu stela menn­ingu þeirra sem séu í minni­hluta sér til hags­bóta.

Arn­ar tjá­ir sig í langri færslu um málið á Face­book, en óper­an hef­ur verið sökuð um „yellow face“ við upp­setn­ingu verks­ins. Í verk­inu er and­lits­máln­ing og augn­máln­ing notuð til að gera leik­ara „asísk­ari“.

Óperu­stjóri Íslensku óper­unn­ar, Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, hef­ur vísað gagn­rýn­inni á bug. 

Skrifaði óperu­stjóra á miðviku­dag

„Ég krefst þess nú að sam­talið verði tekið og við skoðum hlut­verk op­in­berra sviðslista­stofn­anna árið 2023. Ræðum birt­ing­ar­mynd­ir og inn­gild­ingu. Það er þörf á öðru málþingi. Ég sé mig knú­inn, í ljósi umræðunn­ar sem skap­ast hef­ur, að tjá mig op­in­ber­lega.
Leik­stjóri og tón­list­ar­stjóri ákváðu að svara fyr­ir sig hér á Face­book, verja og rétt­læta tíma­skekkj­una í stað þess að leggja við hlust­ir, læra og boða breyt­ing­ar.

Núna í kvöld mæt­ir svo list­rænn stjórn­andi ís­lensku óper­unn­ar í Kast­ljós og því miður grein­ir okk­ur á í grund­vall­ar atriðum. Ég tók sam­talið við leik­stjóra verks­ins á meðan æf­ing­ar­ferl­inu stóð og beygði mig und­ir hans list­rænu nálg­un,“ skrif­ar Arn­ar í færslu sinni. 

Hann seg­ist hafa skrifað óperu­stjóra á miðviku­dag, degi eft­ir fyrsta rennsli með bún­ing­um og gervi, og óskað eft­ir því að sam­talið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leik­hópn­um nót­ur. Það hafi því miður ekki verið gert. 

„Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næst­kom­andi laug­ar­dag. Eng­ar hár­koll­ur eða augn­máln­ing sem eru til þess fall­in að líkja eft­ir kynþætti. Aldrei aft­ur,“ skrif­ar Arn­ar. 

Biðst af­sök­un­ar

Arn­ar seg­ir sviðslist­ir ekki eiga að vera kyrr­stöðulist líkt og mynd­list, mál­verk, högg­mynd­ir, kvik­mynd­ir eða ljós­mynd­ir. Þannig eigi sviðslist­ir alltaf að taka til­lit til tíðarand­ans og bend­ir á að nú lif­um við á tím­um fjöl­menn­ing­ar en ekki evr­ópskr­ar heimsvalda­stefnu. 

„Callas söng Butterfly, Pavarotti á Ness­un Dorma. Mynd­bandið geym­ir göm­ul augna­blik. En í sviðslist­um erum við að fást við sam­tím­ann, lif­andi og breyti­legt and­ar­takið og þetta beina sam­tal er viðfangs­efnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leik­hús. Við eig­um að horfa til framtíðar og taka af­stöðu um það hvernig sam­fé­lagi við vilj­um búa í og end­ur­spegla,“ skrif­ar Arn­ar. 

„Ég tel mik­il­vægt að geta sagt fyr­ir­gefðu og halda áfram að vinna að bætt­um heimi. Tónlist Pucc­ini er stór­kost­leg og megi sem flest­ir njóta henn­ar,“ skrif­ar Arn­ar að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell