„Aldrei aftur“

Arnar Dan Kristjánsson, leikari við Íslensku óperuna, viðurkennir að hafa …
Arnar Dan Kristjánsson, leikari við Íslensku óperuna, viðurkennir að hafa tekið þátt í menningarnámi og biðst afsökunar. Samsett mynd

Arnar Dan Kristjánsson, leikari við Íslensku óperuna, segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu sem til þess er fallin að líkja eftir kynþætti á næstu sýningu af Madama Butterfly eftir Giacamo Puccini.

Arnar viðurkennir að hafa tekið þátt í menningarnámi við uppfærsluna og þykir það sárt, en menningarnám hefur verið skilgreint á þann veg að hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem séu í minnihluta sér til hagsbóta.

Arnar tjáir sig í langri færslu um málið á Facebook, en óperan hefur verið sökuð um „yellow face“ við uppsetningu verksins. Í verkinu er andlitsmálning og augnmálning notuð til að gera leikara „asískari“.

Óperustjóri Íslensku óperunnar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, hefur vísað gagnrýninni á bug. 

Skrifaði óperustjóra á miðvikudag

„Ég krefst þess nú að samtalið verði tekið og við skoðum hlutverk opinberra sviðslistastofnanna árið 2023. Ræðum birtingarmyndir og inngildingu. Það er þörf á öðru málþingi. Ég sé mig knúinn, í ljósi umræðunnar sem skapast hefur, að tjá mig opinberlega.
Leikstjóri og tónlistarstjóri ákváðu að svara fyrir sig hér á Facebook, verja og réttlæta tímaskekkjuna í stað þess að leggja við hlustir, læra og boða breytingar.

Núna í kvöld mætir svo listrænn stjórnandi íslensku óperunnar í Kastljós og því miður greinir okkur á í grundvallar atriðum. Ég tók samtalið við leikstjóra verksins á meðan æfingarferlinu stóð og beygði mig undir hans listrænu nálgun,“ skrifar Arnar í færslu sinni. 

Hann segist hafa skrifað óperustjóra á miðvikudag, degi eftir fyrsta rennsli með búningum og gervi, og óskað eftir því að samtalið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leikhópnum nótur. Það hafi því miður ekki verið gert. 

„Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næstkomandi laugardag. Engar hárkollur eða augnmálning sem eru til þess fallin að líkja eftir kynþætti. Aldrei aftur,“ skrifar Arnar. 

Biðst afsökunar

Arnar segir sviðslistir ekki eiga að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Þannig eigi sviðslistir alltaf að taka tillit til tíðarandans og bendir á að nú lifum við á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. 

„Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við að fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla,“ skrifar Arnar. 

„Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar,“ skrifar Arnar að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar