Ástfangin á ný eftir meint ofbeldissamband

Tónlistarkonan FKA Twigs hefur nú fundið ástina á ný.
Tónlistarkonan FKA Twigs hefur nú fundið ástina á ný. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an FKA Twigs hef­ur fundið ást­ina á ný. Í des­em­ber árið 2020 steig Twigs fram og kærði fyrr­ver­andi kær­asta sinn, leik­ar­ann Shia LaBeouf, fyr­ir kyn­ferðis­legt, lík­am­legt og and­legt of­beldi. 

Twigs frum­sýndi nýju ást­ina á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um og skaut í leiðinni föst­um skot­um á fjöl­miðla sem höfðu keppst við að greina frá nýja kær­ast­an­um.

„All­an minn fer­il hef ég verið elt á rönd­um fyr­ir upp­lýs­ing­ar úr ástar­lífi mínu, svo í þetta sinn ætla ég að vera á und­an og taka stjórn á ástand­inu,“ skrifaði hún við færsl­una. „Hann heit­ir Jor­d­an Hem­ingway og er guðdóm­leg­ur listamaður, en hjarta hans hef­ur end­ur­heimt trú mína á ást­ina.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by FKA twigs (@fkatwigs)

Með áfall­a­streiturösk­un eft­ir sam­bandið

Twigs og LaBeouf voru sam­an á ár­un­um 2018 og 2019, en hún seg­ist hafa verið greind með áfall­a­streiturösk­un eft­ir sam­bandið. Hún hef­ur kært hann fyr­ir kyn­ferðis­legt, lík­am­legt og and­legt of­beldi.

„Shia LaBeouf meiðir kon­ur. Hann not­ar þær, hann mis­not­ar þær, bæði lík­am­lega og and­lega. Hann er hættu­leg­ur,“ seg­ir í kær­unni sem Variety hef­ur und­ir hönd­um. 

Le­Bouf neitaði ásök­un­um Twigs en bað hana af­sök­un­ar yfir því að hafa sært hana og upp­lýsti að hann hefði lokið áfeng­is­meðferð og væri nú edrú. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son