Bæta við aukasýningu vegna mikillar eftirspurnar

Steinunn Birna óperustjóri ræddi við mbl.is í gær og þvertók …
Steinunn Birna óperustjóri ræddi við mbl.is í gær og þvertók fyrir að sýningin bæri með sér rasisma.

Íslenska óperan hefur bætt við aukasýningu á uppsetningu sinni af Madama Butterfly, sem frumsýnd var í Hörpu á laugardag.

Í tilkynningu segir Óperan að þetta sé gert vegna mikillar eftirspurnar.

Fyrir voru hugaðar fjórar sýningar, eða þrjár sýningar auk frumsýningarinnar. Sýningin sem nú bætist við verður því sú fimmta. Verður hún haldin þann 1. apríl.

Lítilsvirðandi

Íslenska óperan hefur mátt þola töluverða gagnrýni í kjölfar frumsýningarinnar.

Óper­an hef­ur meðal ann­ars verið sökuð um að nota „yellow face“, en það er þegar notaður er farði og gervi í þeim til­gangi gera hvítt fólk „asísk­ara“ í út­liti, oft á ýkt­an hátt.

Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, óperu­stjóri Íslensku óper­unn­ar, þvertók fyrir þetta í samtali við mbl.is í gær.

„Ég lagði skýr­ar lín­ur í upp­hafi ferl­is­ins að ekki yrði neitt „yellow-face“ í sýn­ing­unni. Mér finnst það lít­ilsvirðandi og það stenst ekki nú­tím­ann,“ sagði hún í gærkvöldi.

Óskaði eftir umræðu fyrir frumsýningu

Arn­ar Dan Kristjáns­son, leik­ari við Íslensku óper­una, steig loks fram í gærkvöldi og kvaðst ekki myndu hafa hár­kollu eða augn­máln­ingu sem til þess væri fall­in að líkja eft­ir kynþætti á næstu sýn­ingu verksins.

Sagðist hann hafa skrifað óperu­stjóra á miðviku­dag, degi eft­ir fyrsta rennsli með bún­ing­um og gervi, og óskað eft­ir því að rætt yrði um málið og þeim sem það varðar boðið að taka út rennsli og gefa leik­hópn­um nót­ur. Það hafi því miður ekki verið gert. 

„Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næst­kom­andi laug­ar­dag. Eng­ar hár­koll­ur eða augn­máln­ing sem eru til þess fall­in að líkja eft­ir kynþætti. Aldrei aft­ur,“ skrif­aði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach