Ber ekki saman um íslenskan sigur

Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri My Year of Dicks.
Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri My Year of Dicks. Samsett mynd

Bæði New York Times og Vanity Fair spá því að stutta teiknimyndini My Year of Dicks hljóti Óskarsverðlaunin á sunnudagskvöld. Verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Variety og Deadline spá hins vegar því að The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hljóti verðlaunin í flokki stuttra teiknimynda.

Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri My Year of Dick og klippir hana líka, en hún vann hana ásamt Pamelu Ribbon sem er höfundur hennar. 

Mynd­in er róm­an­tísk gam­ansería sem fjall­ar um fimmtán ára ung­lings­stelpu sem hef­ur sett sér það mark­mið að missa mey­dóm­inn.

Átt góðu gengi að fagna

Kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once er með flestar tilnefningar til verðlaunanna í ár, alls ellefu, en myndin hefur átt góðu gengi að fagna á verðlaunahátíðum undanfarnar vikur. 

Spám NYT, VF og Variety ber saman um að Everything Everywhere All at Once verði valin besta myndin á Óskarnum, en Deadline telur að þýska myndin Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum (þ. Im Westen nichts Neues) fari með sigur af hólmi í þeim flokki. 

Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum hefur sömuleiðis átt góðu gengi að fagna á verðlaunahátíðum undanfarnar vikur en hlaut myndin alls sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunna. 

Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis …
Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis og James Hong, leikarar Everything, Everywhere All at Once. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir