Ber ekki saman um íslenskan sigur

Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri My Year of Dicks.
Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri My Year of Dicks. Samsett mynd

Bæði New York Times og Vanity Fair spá því að stutta teikni­mynd­ini My Year of Dicks hljóti Óskar­sverðlaun­in á sunnu­dags­kvöld. Verðlaun­in verða af­hent á sunnu­dags­kvöld í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. 

Variety og Dea­dline spá hins veg­ar því að The Boy, the Mole, the Fox and the Hor­se hljóti verðlaun­in í flokki stuttra teikni­mynda.

Sara Gunn­ars­dótt­ir er leik­stjóri My Year of Dick og klipp­ir hana líka, en hún vann hana ásamt Pamelu Rib­b­on sem er höf­und­ur henn­ar. 

Mynd­in er róm­an­tísk gam­ansería sem fjall­ar um fimmtán ára ung­lings­stelpu sem hef­ur sett sér það mark­mið að missa mey­dóm­inn.

Átt góðu gengi að fagna

Kvik­mynd­inni Everything Everywh­ere All at Once er með flest­ar til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna í ár, alls ell­efu, en mynd­in hef­ur átt góðu gengi að fagna á verðlauna­hátíðum und­an­farn­ar vik­ur. 

Spám NYT, VF og Variety ber sam­an um að Everything Everywh­ere All at Once verði val­in besta mynd­in á Óskarn­um, en Dea­dline tel­ur að þýska mynd­in Tíðinda­laust á vest­ur­víg­stöðvun­um (þ. Im Westen nichts Neu­es) fari með sig­ur af hólmi í þeim flokki. 

Tíðinda­laust á vest­ur­víg­stöðvun­um hef­ur sömu­leiðis átt góðu gengi að fagna á verðlauna­hátíðum und­an­farn­ar vik­ur en hlaut mynd­in alls sjö til­nefn­ing­ar til Óskar­sverðlaunna. 

Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis …
Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curt­is og James Hong, leik­ar­ar Everything, Everywh­ere All at Once. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell