Biðin loks á enda fyrir Játvarð prins

Játvarður prins og Sophie Wessex verða nú hertogi og hertogynja …
Játvarður prins og Sophie Wessex verða nú hertogi og hertogynja af Edinborg. Skjáskot/Instagram

Karl III kóng­ur hef­ur nú veitt bróður sín­um, Ját­v­arði prins, titil­inn her­tog­inn af Ed­in­borg. Þetta ger­ir hann í til­efni af 59 ára af­mæli hans í dag.

Fil­ipp­us prins, faðir þeirra, bar áður þenn­an titil en hann fékk titil­inn þegar hann gekk að eiga Elísa­betu II drottn­ingu árið 1947.

Þegar Ját­v­arður prins gekk að eiga Sophie árið 1999 var það til­kynnt að tit­ill­inn færi til Ját­v­arðs við frá­fall Fil­ippus­ar. Fil­ipp­us prins lést fyr­ir tveim­ur árum og eitt­hvað virðist hafa staðið í vegi fyr­ir að Ját­v­arður fengi titil­inn. Talið er að skipt­ar skoðanir hafi verið inn­an hall­ar­inn­ar um hvernig best væri að ráðstafa svo mik­il­væg­um titli. Ját­v­arður er þrett­ándi í erfðaröðinni og mun þegar fram líða stund­ir fær­ast enn aft­ar í röðinni. Mörg­um þótti því eðli­legra að ein­hver af yngri kyn­slóðinni fengi titil­inn en tit­ill­inn er til eign­ar út æv­ina, erf­ist ekki held­ur fer svo aft­ur til krún­unn­ar. 

Ákveðið var hins veg­ar að halda í heiðri ósk Fil­ippus­ar prins um að Ját­v­arður fengi titil­inn sem virðing­ar­vott fyr­ir alla þá vinnu sem Ját­v­arður prins hef­ur lagt á sig fyr­ir krún­una.

Sér­fræðing­ar segja lík­legt að eitt­hvert barna Vil­hjálms prins fái titil­inn þegar Ját­v­arður prins fell­ur frá.

Játvarður prins sinnir sínum konunglegu skyldum vel og þess vegna …
Ját­v­arður prins sinn­ir sín­um kon­ung­legu skyld­um vel og þess vegna vildi faðir hans að tit­ill­inn færi til hans. Skjá­skot/​In­sta­gram
Titillinn hertoginn af Edinborg er mjög mikilvægur titill og erfist …
Tit­ill­inn her­tog­inn af Ed­in­borg er mjög mik­il­væg­ur tit­ill og erf­ist ekki held­ur fer aft­ur til krún­unn­ar við and­lát þess sem hann ber. Fil­ipp­us prins vildi hins veg­ar að Ját­v­arður prins fengi titil­inn og verið er að heiðra ósk hans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son