Fær ekki nóg af Íslandi

Chris Burkard lofsamaði Ísland í frásögn sinni.
Chris Burkard lofsamaði Ísland í frásögn sinni. Ljósmynd/Laurence Howe

Banda­ríski ljós­mynd­ar­inn Chris Burkard fjallaði um ástríðu sína fyr­ir Íslandi og sagði frá ferli sín­um á sér­stök­um viðburði sem hald­inn var í versl­un 66°Norður á Re­g­ent Street í London í gær­kvöld.

Upp­selt var á viðburðinn á ein­um degi en um 140 gest­ir fylltu versl­un­ina. Burkard ræddi m.a. við breska leik­stjór­ann og kvik­mynda­fram­leiðand­ann Matt Pycroft á viðburðinum og fór vel á með þeim.

Með Burkard var leikstjórinn Matt Pycroft.
Með Burkard var leik­stjór­inn Matt Pycroft. Ljós­mynd/​Laurence Howe

Hjólaði þvert yfir Ísland

Burkard hef­ur margoft komið til Íslands á síðustu 15 árum vegna vinnu sinn­ar og ástríðu fyr­ir landi og þjóð eins og hann seg­ir sjálf­ur. Burkard hef­ur náð lengra í Íslands­ferðum sín­um en flesta dreym­ir um.

Ástríða fyr­ir nátt­úr­unni, metnaður og lík­am­legt at­gervi spila þar stórt hlut­verk. Hann hjólaði m.a. þvert yfir Ísland og hljóp Lauga­veg­inn dag­inn eft­ir eins og hann sagði frá á viðburðinum við mikla hrifn­ingu gesta. Árið 2019 kom Burkard til lands­ins til þess að keppa í WOW Cyclot­hon og kom þar fyrst­ur í mark og sló ein­stak­lings­met keppn­inn­ar í leiðinni.

Fullt var út úr dyrum í Lundúnum.
Fullt var út úr dyr­um í Lund­ún­um. Ljós­mynd/​Laurence Howe

Jök­ulárn­ar eft­ir­minni­leg­ast­ar

Hann seg­ir að eitt eft­ir­minni­leg­asta verk­efnið hans á Íslandi var að fljúga yfir jök­ulárn­ar og taka mynd­ir fyr­ir bók­ina At Glaciers End, sem hann gaf út á síðasta ári. Burkard tók sjö ár í að vinna að þessu verk­efni áður en hann tók mynd­irn­ar sam­an í bók.

Burkard seg­ist ekki fá nóg af Íslandi. Höfn á Hornafirði er alltaf í miklu upp­á­haldi hjá hon­um, þó að þar sé oft þoka og vont veður að hans eig­in sögn.

Helgi Óskarsson forstjóri 66°Norður.
Helgi Óskars­son for­stjóri 66°Norður. Ljós­mynd/​Laurence Howe
Ljós­mynd/​Laurence Howe
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son