Stelling Halldórs Benjamíns vekur athygli

Stellingin hefur vakið athygli.
Stellingin hefur vakið athygli. Samsett mynd

Fótastaða Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Í TikTok-myndbandi sést hversu gleitt Halldór stendur í viðtali við Ríkissjónvarpið. 

„Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvöru forvitinn, er þetta bara svona þægileg staða?“ skrifar Arnór Bogason sem fyrstur vakti athygli á málinu.

Hversu langt niður kemst Halldór?

Fjöldi hefur svarað tísti Arnórs með myndum af öðrum í svipaðri stöðu í sjónvarpsviðtölum og útskýrt að menn séu yfirleitt beðnir um að vera í slíkri stöðu til að vera í sömu hæð og fréttamaður og tökumaður. 

Pétur Maack stingur upp á að gera áskorun úr málinu og hvetur Ríkissjónvarpið og Stöð 2 til að senda lágvaxnasta fólkið sitt að tala við Halldór Benjamín næst. Þannig sé hægt að sjá hversu langt niður Halldór kemst í spíkat.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal