„Eins og litlu jólin hjá Eurovision-aðdáendum“

Ísak Pálmason, Loreen á sviði í Melodifestivalen
Ísak Pálmason, Loreen á sviði í Melodifestivalen Ljósmynd/Samsett mynd

Ísak Pálma­son, formaður Fé­lags áhuga­fólks um Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva (FÁSES) er kom­inn til Svíþjóðar og verður viðstadd­ur þegar Sví­ar velja sér sinn full­trúa í Eurovisi­on í maí. Er þetta í annað skiptið sem Ísak fer á Melodi­festi­valen, en hann fór einnig árið 2018. Ísak gerði þó heiðarlega til­raun til þess að fara á norsku undan­keppn­ina, Melodi Grand Prix, árið 2020 en ör­lög­in höguðu því þannig að rauð veðurviðvör­un var á Kefla­vík­ur­flug­velli dag­inn sem hann átti að fljúga út. Gerði það að verk­um að flug­inu hans var af­lýst og þurfti hann því á síðustu stundu að hætta við þá ferð.

„Ég á nokkra vini sem fara á hverju ári á Melodi­festi­valen og ég ákvað að slást með í för í þetta skiptið. Er ég því kom­inn til Svíþjóðar og ætla að njóta alls hins besta sem Stokk­hólm­ur hef­ur upp á að bjóða.“

Upp­hafið að Eurovisi­on-aðvent­unni

Ísak seg­ir að Melodi­festi­valen sé í raun eins og litlu jól­in fyr­ir Eurovisi­on-aðdá­end­ur. Keppn­in sé með síðustu undan­keppn­un­um áður en lokað verður fyr­ir inn­send­ingu laga í Eurovisi­on. Við taki svo­kallað fyr­ir­partí-tíma­bil, þar sem Eurovisi­on-stjörn­ur troða upp víðsveg­ar um Evr­ópu. Kalla aðdá­end­ur þetta tíma­bil oft Eurovisi­on-aðvent­una, enda sé Eurovisi­on eins og jól­in fyr­ir þeim.

„Í þeim par­tí­um fá aðdá­end­ur að heyra og sjá það sem verður í boði í Li­verpool ásamt því að fá tæki­færi á því að kom­ast nær flytj­end­un­um en á Eurovisi­on-keppn­inni sjálfri. “

Þótt Melodi­festi­valen hafi lengi verið ein af vin­sæl­ustu undan­keppn­um fyr­ir Eurovisi­on í gegn­um árin seg­ir Ísak að keppn­in í ár sé ekki sú besta í sög­unni. 

„Í kreðsunni í kring­um mig eru aðdá­end­ur sem fylgj­ast með for­keppn­un­um á því að Söngv­akeppn­in hafi verið betra sjón­varp en Melodi­festi­valen er búin að vera í ár. Að mínu mati eru ein­göngu tvö lög sem standa upp úr. Hin lög­in eru frek­ar óeft­ir­minni­leg og ekk­ert til þess að hrópa húrra fyr­ir.“

Ekki viss um af­ger­andi sig­ur Lor­een

Sam­kvæmt veðbönk­um er það næsta víst að Lor­een fari með sig­ur á hólmi þar sem hún er með stuðul­inn 1.05 og 80% vinn­ings­lík­ur. Ísak er þó ekki jafn sann­færður um sig­ur henn­ar. Tel­ur hann jafn­vel að norsku tví­bur­arn­ir Markus og Mart­in­us, sem veðbank­ar spá öðru sæti, geti náð sigri.

„Sví­ar hafa ekki alltaf verið hliðholl­ir fyrr­um sig­ur­veg­ur­um í Melodi­festi­valen. Ég er því ekki al­veg að kaupa það að það verði svona mikl­ir yf­ir­burðir. Ég er þó al­veg til­bú­inn til þess að éta hatt­inn minn því lagið henn­ar er geggjað.“

Loreen eftir sigur sinn í Eurovision 2012
Lor­een eft­ir sig­ur sinn í Eurovisi­on 2012 AFP/​VANO SHLAMOV


Mik­il stemmn­ing í Stokk­hólmi

„Það má al­veg sjá á göt­um borg­ar­inn­ar að hingað eru komn­ir aðdá­end­ur til þess að horfa á keppn­ina. Ég held að það verði 30 þúsund manns í saln­um, sem er rúm­lega þre­falt, ef ekki fjór­falt, fleiri en verða í saln­um á úr­slit­um Eurovisi­on í Li­verpool.“

Melodi­festi­valen er mik­il fjöl­skyldu­skemmt­un í Svíþjóð og nokkuð víst er að marg­ar fjöl­skyld­ur verða í saln­um. Ísak á von á því að sjá fjöld­ann all­an af fólki með hvatn­ing­ar­spjöld og jafn­vel uppá­klædd­ir glimmer­bún­ing­um á leið sinni upp í Friends Ar­ena, þar sem keppn­in er hald­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú átt auðvelt með að skilja aðra og því er þetta góður tími til að jafna deilur við gamlan vin. Sinntu starfi þínu af kostgæfni því það kemur að viðurkenningu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú átt auðvelt með að skilja aðra og því er þetta góður tími til að jafna deilur við gamlan vin. Sinntu starfi þínu af kostgæfni því það kemur að viðurkenningu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant