Verðlaunaður fyrir slæma frammistöðu í Elvis

Tom Hanks.
Tom Hanks. AFP/Frederic J. Brown

Leik­ar­inn Tom Hanks hlaut í dag Razzie-verðlaun­in fyr­ir frammistöðu sína í kvik­mynd­inni El­vis. Það þykir ekki mik­ill heiður að hljóta Razzie-verðlaun, enda eru þau svo­kölluð skamm­ar­verðlaun og veitt fyr­ir verstu frammistöðu í kvik­mynd­um liðins árs.

Kjós­end­ur skamm­ar­verðlaun­anna lýstu því yfir að hlut­verk Hanks sem Tom Par­ker, umboðsmaður El­vis Presley, væri hræðileg­asta frammistaða liðins árs hjá leik­ara í auka­hlut­verki.

Mynd­in hef­ur hlotið góðar viðtök­ur og er til­nefnd til átta Óskar­sverðlauna. Leik­ar­inn Aust­in Butler, sem fór með hlut­verk El­vis Presley, er til­nefnd­ur sem besti leik­ar­inn. Gagn­rýn­end­ur litu hins veg­ar á frammistöðu Hanks sem helsta galla mynd­ar­inn­ar.

Blonde val­in versta kvik­mynd árs­ins

Þá hlaut Hanks til­nefn­ingu sem versti leik­ar­inn fyr­ir frammistöðu sína í kvik­mynd­inni Pin­occhio, en Jared Leto hlaut verðlaun­in fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Mor­bius.

Heim­ild­ar­mynd­in um Mari­lyn Mon­roe, Blonde, var val­in versta mynd árs­ins.

Til­kynnt er um Razzie-verðlaun­in dag­inn fyr­ir Óskar­sverðlauna­hátíðina, sem hald­in verður annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú finnur til þakklætis í garð vinnufélaga þíns í dag. Alveg eins og í rómantísku gamanmyndunum, verður brjáluð ást á milli einstaklinga sem rífast hvað mest.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú finnur til þakklætis í garð vinnufélaga þíns í dag. Alveg eins og í rómantísku gamanmyndunum, verður brjáluð ást á milli einstaklinga sem rífast hvað mest.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant