Rapparinn hneig niður á sviðinu og lést

Myndbönd sýna rapparann með hljóðnemann í hendi þegar hann virðist …
Myndbönd sýna rapparann með hljóðnemann í hendi þegar hann virðist hrasa. London Poetry Slam

Suður-afr­íski rapp­ar­inn Costa Tsobanoglou, bet­ur þekkt­ur sem Costa Titch, lést skyndi­lega á tón­leik­um í gær er hann hneig niður á sviðinu. Lög­regl­an hef­ur hafið rann­sókn vegna máls­ins.

Costa Titch, sem var aðeins 28 ára gam­all, var að koma fram á tón­list­ar­hátíðinni Ultra South Africa í út­hverf­inu Nasrec í Jó­hann­es­ar­borg. Ekki er vitað um dánar­or­sök hans.

Hélt áfram að syngja

Mynd­bönd á sam­fé­lags­miðlum af tón­leik­um hans í gær sýna rapp­ar­ann með hljóðnem­ann í hendi þegar hann virðist hrasa. Hann held­ur síðan áfram að syngja en hryn­ur aft­ur niður og reyna þá aðrir lista­menn hátíðar­inn­ar að koma hon­um til hjálp­ar.

Rapp­ar­inn lést mánuði eft­ir að einn vin­sæl­asti rapp­ari Suður-Afr­íku, Kiern­an For­bes, eða AKA, var skot­inn til bana fyr­ir utan veit­ingastað í borg­inni Dur­ban. Rann­sókn á því máli stend­ur enn yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell