Gunnar kom að gerð Óskarsmyndar del Toro

Guillermo del Toro, Mark Gustafson, Gary Ungar og Alex Bulkley …
Guillermo del Toro, Mark Gustafson, Gary Ungar og Alex Bulkley með styttuna góðu eftir að Gosi vann sem besta teiknimyndinn. Íslendingurinn Gunnar Heiðar tók þátt í gerð myndarinnar. AFP/Frederic J. Brown

Kvik­mynda­gerðarmaður­inn Gunn­ar Heiðar starfaði við gerð teikni­mynd­ar­inn­ar Gosa sem var val­in besta teikni­mynd­in í fullri lengd á Óskar­sverðlauna­hátíðinni sem fram fór í Banda­ríkj­un­um í nótt. 

Gunn­ar Heiðar starfaði í kvik­mynd­töku­teym­inu (e. lig­ht­ing ca­mera­per­son). Hinn marg­verðlaunaði Guillermo del Toro er aðalmaður­inn á bak við mynd­ina og leik­stýrði mynd­inni ásamt Mark Gustaf­son. Del Toro skrifaði einnig hand­ritið að mynd­inni ásamt Pat­rick McHale. Sag­an er laus­lega byggð á sög­unni um Gosa. Mynd­in er á Net­flix. 

Þetta voru ekki fyrstu Óskar­sverðlaun del Toro en mexí­kóski leik­stjór­inn vann verðlaun­in einnig fyr­ir mynd­ina The Shape of Water. Hann er fyrsti leik­stjór­inn til að hljóta verðlaun fyr­ir bestu kvik­mynd og leik­stjórn og bestu teikni­mynd. 

Leikstjórinn Guillermo del Toro er farsæll leikstjóri.
Leik­stjór­inn Guillermo del Toro er far­sæll leik­stjóri. AFP/ Pat­rick T. Fallon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Draumar um mikilfengleika einkenna daginn. Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Draumar um mikilfengleika einkenna daginn. Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant