Breski leikarinn Hugh Grant virðist hafa farið öfugu megin fram úr rúminu á sunnudaginn. Hann var að minnsta kosti alls ekki í góðu skapi þegar ofurfyrirsætan Ahsley Graham reyndi að spjalla við hann á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin.
Graham tók sjónvarpsviðtal við Grant og þrátt fyrir að leikarinn hafi sagt já við viðtali vildi hann eiginlega ekki segja neitt. Í upphafi viðtalsins sagðist Grant ekki sérstaklega spenntur fyrir neinum verðlaunum.
Næst reyndi Graham að spyrja í hverju hann væri. „Jakkafötunum mínum,“ svaraði Grant þurr á manninn og sagðist ekki geta munað frá hvaða klæðskera þau væru.
Graham reyndi að spyrja leikarann út í myndina Glass Onion. „Ég er nú eiginlega ekki í henni. Ég er í henni í um þrjár sekúndur,“ svaraði hann. Graham spurði þá hvort það hefði samt ekki verið gaman. „Næstum því,“ sagði hann hundfúll.
Þegar viðtalinu lauk sást að Grant ranghvolfa í sér augunum og hrista höfuðið. Grant hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í viðtalinu.
I'm Hugh Grant all night with the Oscars & award shows in general nowadays. Don't care for them at all lol. He mustve been threatened to go there 🤣#Oscars #Oscar pic.twitter.com/Eoi9YPFUiq
— UrbanNoizeRmx (@UrbanNoize2) March 13, 2023