Segist ekki enn hafa fengið greiddan arf

Bræðurnir Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins.
Bræðurnir Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins. Samsett mynd

Andrés prins hefur ekki enn fengið greiddan arf eftir móður hans, Elísabetu ll. Bretadrottningu, sem lést hinn 8. september síðastliðinn. 

Fram kemur á vef Telegraph að auðæfi Elísabetar hafi farið beint til Karls lll. Bretakonungs sem hefur ekki enn deilt þeim með Andrési. Þá er Andrés sagður upplifa mikla „gremju“ yfir ástandinu og sé hreinlega gáttaður.

Hann finni einnig fyrir „örvæntingu“ yfir því að konungurinn hafi ekki enn deilt arfinum milli systkina sinna. 

Niðurskurður á fjármagni til Andrésar

Andrés dró sig úr sviðsljósinu árið 2019 og er í dag búsettur í Royal Lodge í Windsor-kastalanum og ber ábyrgð á endurbætum sögulegu byggingarinnar, en kostnaðurinn við það er talinn vera talsverður. 

Hins vegar hyggst konungurinn skera niður fjármagn til Andrésar í næsta mánuði, en hann hefur fengið árlega greiðslu sem nemur 249 þúsund sterlingspund eða um 42,8 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Í kjölfarið gæti það gerst að Andrés þyrfti að yfirgefa heimili sitt vegna hækkandi kostnaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar