Beið í 70 ár: 94 ára á hátindi ferilsins

Bandaríski leikarinn James Hong beið lengi eftir boði á Óskarsverðlaunin.
Bandaríski leikarinn James Hong beið lengi eftir boði á Óskarsverðlaunin. AFP/ANGELA WEISS

Leik­ar­inn James Hong hef­ur verið í 70 ár í brans­an­um en mætti í fyrsta skipti á Óskar­sverðlaun­in á sunnu­dag­inn 94 ára gam­all. Hong von­ast til þess að fá að mæta aft­ur á hátíðina. 

Hong leik­ur eitt af aðal­hlut­verk­un­um í kvik­mynd­inni Everything Everywh­ere All at Once en kvik­mynd­in var sig­ur­veg­ari hátíðar­inn­ar. Hong var him­in­lif­andi með að vera á hátíðinni. „Hér er ég eft­ir 70 ár. Ég er hér,“ sagði Hong að því fram kem­ur á vef People. Tók hann skýrt fram að hann væri á tíræðis­aldri. 

Leikararnir James Hong og Jamie Lee Curtis.
Leik­ar­arn­ir James Hong og Jamie Lee Curt­is. AFP/​VAL­ERIE MACON

Hong byrjaði að leika upp úr 1950. „Þetta sýn­ir að ef þú bíður nógu lengi þá slærðu í gegn,“ sagði Hong. „Ég er mjög ánægður með að móðir mín gaf mér þess­ar beisku jurtir. Það gerði það að verk­um að ég er orðinn 94 ára og eins mánaða – ég tel hvern ein­asta mánuð núna. Þessi kvik­mynd, Everything Everywh­ere All At Once, veitti mér tæki­færi til að vera hér í dag.“

Leik­ar­inn von­ast til þess að fá að mæta aft­ur á Óskar­inn. Hann seg­ir að það þurfi að búa yfir þraut­seigju til að bíða eft­ir stóra tæki­fær­inu allt sitt líf. „Og eft­ir mín­ar 500 mynd­ir og sjón­varpsþætti, er ég hér. Ég von­ast til að vera hér á næsta ári og árið þar á eft­ir,“ sagði hann. „Þegar ég verð 100 ára kem ég aft­ur og heilsa öll­um,“ sagði hann að lok­um.

James Hong var hress á Óskarnum.
James Hong var hress á Óskarn­um. AFP/​EMMA MC­INTYRE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell