Ísland er komið upp í 21. sæti í spám veðbanka fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem fram fer í maí. Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands, hoppaði þannig upp um þrjú sæti á tveimur dögum.
Svíþjóð er enn spáð sigri eftir að Loreen var valin fulltrúi landsins, en sigurlíkur hennar hafa aukist mjög síðan hún vann keppnina heima.
Finnlandi er spáð öðru sætinu en Úkraínu því þriðja.
Eurovision fer fram í Liverpool í ár, 9., 11. og 13. maí næstkomandi.