Lokaþáttur níundu þáttaraðar Love Island var sýndur í gær, mánudag. Áhorfendur fögnuðu því á samfélagsmiðlum að „leiðinlegasta þáttaröðin“ hingað til væri lokið.
Eftir átta vikur þjakaðar af dramatík stóðu þau Sanam Harrinanan og Kai Fegan uppi sem sigurvegarar og unnu 50 þúsund sterlingspund eða sem nemur 8,6 milljónir íslenskra króna. Þau féllu fyrir hvort öðru í Casa Amor, en þetta er í fyrsta sinn sem sigurvegararnir eru úr Casa Amor.
Svo virðist sem eintóm leiðindi hafi verið á ástareyjunni fögru, en eftir lokaþáttinn voru áhorfendur fljótlega mættir á Twitter þar sem þeir lýstu upplifun sinni á lokaþættinum.
Sumir líktu lokaþættinum við að mæta á síðustu vaktina í leiðnilegri vinnu á meðan aðrir spöruðu ekki stóru orðin. „Ég er laus úr helvítinu sem þessi þáttaröð var,“ skrifaði einn notandi.
IM FREEE FROM THE HELL THAT WAS THIS SEASON #loveisland
— . (@rrrrrh127) March 13, 2023
Me running to watch the love island final knowing we are saying goodbye to the most boring season ever #loveIsland pic.twitter.com/SbqLIMtjg8
— Alessia 🤍 (@alessiasofiaxx) March 13, 2023
clocking in for my final love island twitter shift #loveisland pic.twitter.com/OeHGwEVn8m
— ell (@elliehoward735) March 13, 2023