Saman á rauða dreglinum eftir framhjáhaldsskandal

Hjónin Adam Levine og Behati Prinsloo á rauða dregli Óskarsverðlaunanna …
Hjónin Adam Levine og Behati Prinsloo á rauða dregli Óskarsverðlaunanna aðfaranótt mánudags. AFP

Söngv­ar­inn Adam Levine og eig­in­kona hans, fyrr­ver­andi Victoria's Secret-fyr­ir­sæt­an Behati Prinsloo, voru al­sæl á rauða dregl­in­um á Óskar­sverðlaun­un­um. Hjón­in hafa verið áber­andi í fjöl­miðlum síðustu mánuði, þá sér­stak­lega vegna meints fram­hjá­halds Levine. 

Í sept­em­ber síðastliðnum steig fyr­ir­sæt­an Sum­mer Stroh fram og sagði frá því að hafa átt í ára­löngu ástar­sam­bandi við kvænt­an mann, Levine. Í kjöl­farið stigu fram fjór­ar kon­ur til viðbót­ar.

Levine neitaði öll­um ásök­un­um en viður­kenndi þó dómgreind­ar­leysi. Síðan þá virðast hjón­in hafa unnið í sín­um mál­um, en þau geisluðu á rauða dregli Óskar­sverðlaun­anna aðfaranótt mánu­dags. 

Hjónin voru í stíl á verðlaunahátíðinni og virtust alsæl.
Hjón­in voru í stíl á verðlauna­hátíðinni og virt­ust al­sæl. AMY SUSSMAN

Ófrísk þegar komst upp um fram­hjá­haldið

Levine og Prinsloo kynnt­ust árið 2012 og giftu sig árið 2014. Prinsloo var ófrísk af þriðja barni hjón­anna þegar ásak­an­irn­ar birt­ust í fjöl­miðlum, en barnið kom í heim­inn í árs­byrj­un 2023. Fyr­ir eiga þau tvær dæt­ur, þær Dusty Rosa og Gio Grace. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son