Tom Cruise mætti ekki á Óskarinn

Tom Cruise, aðalleikarinn í Top Gun.
Tom Cruise, aðalleikarinn í Top Gun. AFP

Stórleikarinn, Tom Cruise var hvergi sýnilegur þegar Óskarsverðlaunin fóru fram, síðastliðið sunnudagskvöld. Kvikmyndin, Top Gun: Maverick sem sá fyrrnefndi fer með aðalhlutverkið í, var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal í flokknum besta myndin og bjuggust því margir við að sjá hann þar ásamt teymi myndarinnar.

Glöggir aðdáendur telja líklegt að hann hafi viljað komast hjá því að rekast á fyrrverandi eiginkonu sína, Óskarsverðlaunaleikkonuna, Nicole Kidman sem hann var giftur á árunum 1990-2001. 

Cruise sótti um skilnað í febrúar 2001 og telja margir að Vísindakirkjan eigi sök á því. Kidman neitaði að gerast meðlimur hennar og eins og margir vita er Cruise einn af þeim þekktustu og virkustu meðlimum.  

Samkvæmt félögum Cruise var hann ekkert að reyna að forðast sína fyrrverandi með Óskarsfjarverunni. Hann var einfaldlega upptekinn að sinna öðru. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir