Birti nektarmynd eftir atvikið með „skúrkinum“

Myndskeið af ofurfyrirsætunni Ashley Graham og breska leikaranum Hugh Grant …
Myndskeið af ofurfyrirsætunni Ashley Graham og breska leikaranum Hugh Grant hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Samsett mynd

Margir hafa eflaust séð myndskeið af óþægilegasta atviki Óskarsverðlaunanna sem hefur verið í dreifingu á samfélags- og fjölmiðlum síðustu daga. Fyrirsætan Ashley Graham virðist ekki kippa sér upp við fjölmiðlaumfjöllunina og birti nektarmynd af sér á Instagram-reikningi sínum. 

Í myndskeiðinu sem um ræðir reynir Graham að spjalla við breska leikarann Hugh Grant sem virðist hafa farið öfugu megin fram úr rúminu. Hún reynir að spyrja hann nokkurra algengra spurninga sem heyrast ósjaldan á rauða dreglinum, en leikarinn vildi hreinlega ekki segja henni neitt. 

Nakin á Instagram

Graham hefur hlotið mikið hrós fyrir það hvernig hún brást við framkomu leikarans. Þrátt fyrir stutt svör og undarlega hegðun Grant hélt hún sínu stiki.  „Veistu hvað, mamma mín sagði alltaf við mig að ég ætti að drekkja fólki í góðvild, þannig þar hafið þið það,“ sagði hún um atvikið í viðtali við TMZ.

Sólarhringi síðar birti fyrirsætan myndaröð frá helginni á Instagram-reikningi sínum. Fremst í færslunni birti hún nektarmynd af sér þar sem hún heldur á ljósri drapplitaðri Etro-tösku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka