Stígur til hliðar í máli Alec Baldwin

Áfangasigur fyrir Alec Baldwin.
Áfangasigur fyrir Alec Baldwin. AFP/John Lamparski

Andrea Reeb, sér­stak­ur sak­són­ari í máli leik­ar­ans Alec Baldw­in hef­ur ákveðið að stíga til hliðar í mál­inu. Lög­menn Baldw­in fóru fram á að hún myndi stíga til hliðar þar er þeir töldu skip­un henn­ar í embættið brjóta gegn stjórn­ar­skrá Nýju-Mexí­kó, þar sem hún sæti einnig á lög­gjaf­arþingi rík­is­ins.

Þetta er annað höggið sem lög­menn leik­ar­ans ná á sak­sókn­ara rík­is­ins sem ákært hef­ur Baldw­in fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í tengsl­um við and­lát Halynu Hutchins, töku­manns við kvik­mynd­ina Rust. New York Times grein­ir frá.

Hutchins lést af völd­um skotsára við tök­ur á mynd­ini á síðasta ári. 

Reeb var skipuð sem sér­stak­ur sak­sókn­ari í mál­inu á síðasta ári af sak­sókn­ar­an­um Mary Carmack-Altwise. Fór sak­sókn­ari einnig fram á auka fjár­fram­lög til máls­höfðun­ar­inn­ar. Á þeim tíma var Reeb í í fram­boði fyr­ir Re­públi­kana til sæt­is í full­trúa­deild Nýju-Mexí­kó. Mánuðum seinna vann hún kosn­ing­arn­ar og tók sæti á þingi. Hélt hún starfi sínu sem sér­stak­ur sak­sókn­ari í mál­inu. 

Reeb sagðist hafa kom­ist að niður­stöðu um að stíga til hliðar eft­ir lang­ar vanga­velt­ur. „Mín áhersla í hverju ein­asta máli á mín­um 25 ára ferli, er að ná fram rétt­læti fyr­ir fórn­ar­lömb. Það hef­ur orðið skýrt und­an­farið að besta leiðin að tryggja rétt­læti í þessu máli er að stíga til hliðar svo ákæru­valdið geti ein­beitt sér að sönn­un­ar­gögn­um og staðreynd­um máls­ins, sem sýna greini­lega að ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir voru hunsaðar sem leiddu að dauða Halynu Hutchins,“ sagði Reeb í til­kynn­ingu sinni. 

Í fe­brú­ar náðu lög­menn Baldw­ins að fá hluta ákær­unn­ar, er sneri að vopna­lög­um, fellda niður. Ef Baldw­in hefði verið sak­felld­ur fyr­ir að hand­leika skot­vopnið hefði hann átt yfir höfði sér lengri fang­els­is­dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son