Neil Gaiman á leið til Íslands

Neil Gaiman verður gestur á Iceland Noir bókmenntahátíðinni.
Neil Gaiman verður gestur á Iceland Noir bókmenntahátíðinni. Ljósmynd/Beowulf Sheehan

Enski rit­höf­und­ur­inn Neil Gaim­an verður gest­ur á Ice­land Noir bók­mennta­hátíðinni sem fram fer í nóv­em­ber á þessu ári.

Auk hans munu rit­höf­und­arn­ir Dan Brown, Louise Penny, Irvine Welsh, Katrín Jak­obs­dótt­ir, El­iza Reid, Ragn­ar Jónas­son, Yrsa Sig­urðardótt­ir og leik­ar­inn Ólaf­ur Darri Ólafs­son koma fram á hátíðinni auk fleiri rit­höf­unda á heims­mæli­kv­arða. 

Í dag var einnig til­kynnt um að Cara Hun­ter, Lousie Doug­hty, Hank Phillipi Ryan, J. S. Mon­roe, Sara Blædel, Nadine Mat­heson, Will Dean, JD Kirk og Sig­ríður Hagalín Björns­dótt­ir verði gest­ir á hátíðinni.

„Ísland er eitt af mín­um upp­á­halds­lönd­um í heim­in­um. Hug­mynd­in aðAmericanGods fædd­ist þar. Síðast þegar ég heim­sótti landið var ég allt í einu far­inn að árita bæk­ur þar sem fólk var farið að kalla í vini sína. Ég elska hug­mynd­ina um að ég sé að fara koma form­lega til Íslands,“ sagði Gaim­an um komu sína á bók­mennta­hátíðina. 

Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson eru forsprakkar Iceland Noir.
Rit­höf­und­arn­ir Yrsa Sig­urðardótt­ir og Ragn­ar Jónas­son eru forsprakk­ar Ice­land Noir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

IcelandNo­ir hef­ur aldrei verið stærri en í ár, en hátíðin fer fram 15. til 18. nóv­em­ber næst­kom­andi. 

Rit­höf­und­arn­ir Yrsa og Ragn­ar eru stofn­end­ur hátíðar­inn­ar. Í ár verða þeim til halds og trausts Sverr­ir Nor­land og Óskar Guðmunds­son auk Hattie Adam-Smith sem er fram­kvæmda­stjóri hátíðar­inn­ar. 

Þekkt­ustu verk Gaim­an eru meðal ann­ars mynda­söguröðin The Sandm­an og skáld­sög­ur hans Star­dust, American Gods, Coraline og The Gra­vey­ard Book. Upp úr bók­um hans hafa verið unn­ar þátt­araðir og Gaim­an skrifaði einnig hand­ritið að þátt­un­um Neverwh­ere.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka