Enski rithöfundurinn Neil Gaiman verður gestur á Iceland Noir bókmenntahátíðinni sem fram fer í nóvember á þessu ári.
Auk hans munu rithöfundarnir Dan Brown, Louise Penny, Irvine Welsh, Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid, Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og leikarinn Ólafur Darri Ólafsson koma fram á hátíðinni auk fleiri rithöfunda á heimsmælikvarða.
Í dag var einnig tilkynnt um að Cara Hunter, Lousie Doughty, Hank Phillipi Ryan, J. S. Monroe, Sara Blædel, Nadine Matheson, Will Dean, JD Kirk og Sigríður Hagalín Björnsdóttir verði gestir á hátíðinni.
„Ísland er eitt af mínum uppáhaldslöndum í heiminum. Hugmyndin aðAmericanGods fæddist þar. Síðast þegar ég heimsótti landið var ég allt í einu farinn að árita bækur þar sem fólk var farið að kalla í vini sína. Ég elska hugmyndina um að ég sé að fara koma formlega til Íslands,“ sagði Gaiman um komu sína á bókmenntahátíðina.
IcelandNoir hefur aldrei verið stærri en í ár, en hátíðin fer fram 15. til 18. nóvember næstkomandi.
Rithöfundarnir Yrsa og Ragnar eru stofnendur hátíðarinnar. Í ár verða þeim til halds og trausts Sverrir Norland og Óskar Guðmundsson auk Hattie Adam-Smith sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Þekktustu verk Gaiman eru meðal annars myndasöguröðin The Sandman og skáldsögur hans Stardust, American Gods, Coraline og The Graveyard Book. Upp úr bókum hans hafa verið unnar þáttaraðir og Gaiman skrifaði einnig handritið að þáttunum Neverwhere.