„The Wire“-leikari látinn

Lance Reddick fór með hlutverk lögreglumannsins Cedrick Daniels.
Lance Reddick fór með hlutverk lögreglumannsins Cedrick Daniels. AFP

Lance Reddick, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í hinum vin­sælu sjón­varpsþátt­um „The Wire“, er lát­inn 60 ára að aldri.

Sam­kvæmt um­fjöll­un TMZ fannst lík Reddick á heim­ili hans í Studio City-hverfi í Los Ang­eles klukk­an 9.30 í morg­un. Dánar­or­sök hans er enn á huldu, en lög­regla seg­ir líta út fyr­ir að and­látið hafi verið af nátt­úru­leg­um völd­um.

Reddick fór með hlut­verk lög­reglu­manns­ins Cedrick Daniels í „The Wire“ en ný­verið lék hann sam­hliða Ke­anu Reeves í fjórðu mynd­inni í kvik­myndaröðinni um John Wick.

Einnig lék hann gríska guðinn Seif í vænt­an­legri seríu á Disney+ um æv­in­týri Percy Jackson.

Reddick var fædd­ur og upp­al­inn í Baltimore, leik­svið „The Wire“-þátt­araðar­inn­ar.  Hann lauk tón­listar­prófi í Rochester-há­skóla og lista­gráðu við Yale-há­skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason