Elsta dóttir Raníu drottningar og Abdullah II Jórdaníu kóngs, Iman, giftist á dögunum Jameel Alexander Thermiótis með pompi og prakt. Þetta er fyrsta konunglega brúðkaup ársins en bróðir hennar krónprins Hussein mun gifta sig í júní.
Iman prinsessa er 26 ára og klæddist fallegum hvítum kjól og gleðin skein úr augum viðstaddra. Thermiotis fæddist í Venezuela en er af grískum ættum. Hann vinnur við fjármál í New York.