Moggann með morgunkaffinu

Helga Gröndal hefur lifað tímana tvenna.
Helga Gröndal hefur lifað tímana tvenna. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Helga Grön­dal er kom­in á tíræðis­ald­ur og hef­ur verið áskrif­andi að Morg­un­blaðinu í rúm 70 ár. Viðtal Ásdís­ar Ásgeirs­dótt­ur við hana birt­ist í Sunnu­dags­blaðinu og rek­ur hún þar viðburðaríka ævi og hvernig var að koma und­ir sig fót­un­um um miðja 20. öld­ina. Hún seg­ir að Morg­un­blaðið sé ómiss­andi með Morgunkaff­inu.

„Við hjón­in vor­um áskrif­end­ur al­veg frá því að við gift­um okk­ur árið 1952. Mamma og pabbi voru líka alltaf áskrif­end­ur og okk­ur fannst það sjálfsagt að halda því áfram. Þetta var eina blaðið af viti. Það voru auðvitað Tím­inn og Þjóðvilj­inn en við vor­um ekki vinst­ri­sinnuð og keypt­um bara Mogg­ann. Og höf­um aldrei sagt hon­um upp!“ seg­ir Helga og seg­ist vilja fá sitt blað á morgn­ana.

„Ég vil hafa blaðið í hönd­un­um með morgunkaff­inu. Ég hef fylgst vel með og les allt sem þú skrif­ar!“ seg­ir Helga og blaðamaður þakk­ar vel fyr­ir það.

Hvað er það helst sem vek­ur áhuga þinn í Mogg­an­um?

„Ég les all­ar frétt­irn­ar og fylg­ist af­skap­lega vel með alþjóðamál­un­um. Svo allt sem er skemmti­legt; allt sem er í Sunnu­dags­blaðinu. Ég les þetta allt sam­an. Svo er ég að ráða kross­gát­una og það get­ur tekið mig hálfa vik­una. Þær eru orðnar svo­lítið erfiðar núna og oft koma fyr­ir orð sem eru ekki einu sinni í orðabók!“ seg­ir hún.

„Það er auðvitað uggvæn­legt ástand í heim­in­um; al­veg hræðilegt. Það er mikið af nei­kvæðum frétt­um og mætti vera meira af því já­kvæða.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnu­dags­blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Fólk er ágætt og setur krydd í tilveruna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Fólk er ágætt og setur krydd í tilveruna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils