Ólafur í mynd með Malkovich

Ólafur Darri Ólafsson er eftirsóttur leikari.
Ólafur Darri Ólafsson er eftirsóttur leikari. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Útlit er fyr­ir að Ólaf­ur Darri Ólafs­son verði í kvik­mynd með stór­leik­ar­an­um John Mal­kovich.

Á hinum kunna vef IMDb er kvik­mynd­in A Win­ter's Jour­ney merkt sem verk­efni sem sé í fram­leiðslu. 

Ólaf­ur Darri er þar nefnd­ur sem ein helsta stjarna mynd­ar­inn­ar ásamt Mal­kovich og Ja­son Isaacs sem einnig er mjög þekkt­ur.

Isaacs og Ólaf­ur Darri komu einnig báðir við sögu í tölvu­leikn­um The Last Wor­ker árið 2021.

John Mal­kovich er 69 ára gam­all og sankallaður reynslu­bolti í brans­an­um eft­ir að hafa leikið í yfir 70 mynd­um fyr­ir utan fer­il sinn sem sviðsleik­ari.

Hann er ef til vill þekkt­ast­ur fyr­ir túlk­un sína á Lennie í Of Mice and Men á hvíta tjald­inu og fékk þá til­nefn­ingu til Óskar­sverðlauna. 

John Malkovich.
John Mal­kovich. AFP

Fleiri þekkt­ir leik­ar­ar verða í A Win­ter's Jour­ney eins og Mart­ina Gedeck sem lék í Das Le­ben der And­eren sem vakti mikla at­hygli árið 2006. 

Alex Helfrecht skrif­ar hand­ritið og leik­stýr­ir einnig en mynd­in er að ein­hverju leyti byggð á verk­inu Win­ter­reise eft­ir aust­ur­ríska tón­skáldið Franz Schubert. Svo virðist sem blandað verði sam­an leik­ur­um og teikni­mynda­form­inu í mynd­inni. 

Vel­gengni Ólafs Darra í leik­list­inni á und­an­förn­um árum hef­ur verið mögnuð en hann var í viðtali í Dag­mál­um á mbl.is í janú­ar þar sem hann fór yfir sviðið. Ný­lega stofnaði hann einnig fram­leiðslu­fyr­ir­tæki ásamt fleir­um. 

Ólafur Darri birti nýlega þessa mynd af sér með Jason …
Ólaf­ur Darri birti ný­lega þessa mynd af sér með Ja­son Isaacs (lengst til hægri) á In­sta­gram. Á mynd­inni eru einnig Clare Ash og Jörg Tittel. In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Sagan er rituð af sigurvegurum, Vertu einn af þeim og skrifaðu sögu lífs þíns. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Sagan er rituð af sigurvegurum, Vertu einn af þeim og skrifaðu sögu lífs þíns. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils