Réðst á einhentan mann

Rick Allen á ekki gott með að verjast árásum.
Rick Allen á ekki gott með að verjast árásum. AFP/AFP/Theo Wargo

19 ára gam­all maður var hand­tek­inn í Fort Lau­der­dale í Banda­ríkj­un­um í byrj­un vik­unn­ar fyr­ir að ráðast með fólsku­leg­um hætti á Rick Allen, trommu­leik­ara breska glys­málm­bands­ins Def Lepp­ard. Þess má geta að Allen er ein­hent­ur; missti ann­an hand­legg­inn í slysi fyr­ir um fjór­um ára­tug­um og á fyr­ir vikið ekki gott með að verj­ast árás­um.

Að sögn lög­reglu dvald­ist Allen, sem er á tón­leika­ferð um Banda­rík­in ásamt bandi sínu, á Sem­in­ole Hard Rock Hotel And Casino og hafði brugðið sér út í smók, þegar maður­inn veitt­ist að hon­um. Hann mun í fyrstu hafa falið sig bak við súlu en sprottið skyndi­lega fram og hlaupið í átt að Allen sem átti sér einskis ills von. Maður­inn lét sér ekki nægja að láta högg­in dynja á trymbl­in­um, held­ur skellti líka höfði hans í gang­stétt­ina. Árás­armaður­inn komst und­an en var hand­tek­inn degi síðar og á yfir höfði sér kæru. Allen mun hafa sloppið bet­ur en á horfðist en vill víst koma lög­um yfir mann­inn.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þér er efst í huga að grípa til óhefðbundinna úrræða til að leysa ákveðin vandamál. Stundum eru svörin nefnilega fleiri en eitt og fleiri en tvö eftir eðli máls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þér er efst í huga að grípa til óhefðbundinna úrræða til að leysa ákveðin vandamál. Stundum eru svörin nefnilega fleiri en eitt og fleiri en tvö eftir eðli máls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar