Tuttugu ár frá útgáfu umtalaðrar bókar Íslandsvinar

Dan Brown í miðborg Reykjavíkur.
Dan Brown í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Rithöfundurinn Dan Brown minnist þess á samfélagsmiðlum í dag að tveir áratugir sléttir eru síðan skáldsaga hans The Da Vinci Code kom út. 

Á þessum degi árið 2003 var bókin sem sagt fyrst gefin út í Bandaríkjunum og átti eftir að rokseljast um heim allan eða svo gott sem. Árið 2003 var einungis bók um Harry Potter söluhærri. 

Verið þýdd á fjörtíu og fjögur tungumál

Alls hefur The Da Vinci Code selst í liðlega 80 milljónum eintaka og hefur verið þýdd á fjörtíu og fjögur tungumál. 

Bókin seldist ekki einungis vel heldur vakti geysilega mikið umtal. Þegar umfjöllunarefnið er Jesú frá Nasaret, og að hann hafi mögulega eignast afkomanda eftir krossfestinguna, þá þarf ekki að koma á óvart að viðbrögðin séu mikil. 

Dan Brown og Ragnar Jónasson í góðum gír á Siglufirði …
Dan Brown og Ragnar Jónasson í góðum gír á Siglufirði en með þeim hefur tekist kunningsskapur. Ljósmynd/Twitter

Með nýja bók í smíðum

Dan Brown hefur gefið út fleiri bækur þar sem Dr. Robert Langdom er aðalpersónan. Brown var hinn hressasti í kveðju sinni á netinu í dag þar sem hann þakkaði lesendum fyrir viðtökurnar í gegnum tíðina. Sagðist hann vera með nýja bók um Langdom í smíðum og á honum mátti skilja að sú vinna væri langt komin. 

Dan Brown er væntanlegur til Íslands síðar á árinu, eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni, og mun þá taka þátt í bókmenntahátíðinni Ice­land Noir í nóvember. Hann hefur áður komið til Íslands, til að mynda árið 2018 og árið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir