Rúrik Gíslason, áhrifavaldur og fyrrverandi knattspyrnumaður, var meðal gesta á uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame butterfly í gær.
Af myndskeiði sem Rúrik deildi með fylgjendum sínum á Instagram að dæma var kappinn hæstánægður með uppsetninguna.
„Magnífico“ skrifaði Rúrik undir myndbandið þar sem mátti sjá að óperugestir voru staðnir upp til að klappa aðstandendum sýningarinnar lof í lófa.
Mikið hefur verið rætt og ritað um uppsetninguna og hún meðal annars verið gagnrýnd fyrir menningarlega ónærgætni í túlkun sinni á asískum persónum.
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt óperuna opinerlega fyrir uppsetninguna eru tónlistarkonan Laufey og Suzuki Ryotaro, sendiherra Japans á Íslandi.
Rúrik endaði kvöldið á því að skála í Piper-Heidseck kampavíni til heiðurs Steinunnar Ragnarsdóttur, óperustjóra.