Á ekki að vera auðvelt

Ágúst Guðmunds­son leikstjóri tók á móti heiður­sverðlaun­um í gær.
Ágúst Guðmunds­son leikstjóri tók á móti heiður­sverðlaun­um í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ætla ekk­ert að þykj­ast vera ógur­lega hissa. En jú, ég hlýt að líta á þetta sem viður­kenn­ingu á ævi­starf­inu og það er alltaf mjög gleðilegt þegar fólk kann að meta það sem maður ger­ir,“ seg­ir Ágúst Guðmunds­son kank­vís­lega aðspurður hvort verðlaun­in hafi komið hon­um á óvart og hvaða þýðingu þau hafi.

Á svona tíma­mót­um er venja að líta yfir far­inn veg og hann er spurður hvað standi upp úr á þeim rúmu fjöru­tíu árum sem hann á að baki í kvik­mynda­gerð.

„Ég er helst hissa á hversu óskap­lega dug­leg­ur ég var fyrsta ára­tug­inn, sem hófst með Landi og son­um. Þarna geri ég fjór­ar kvik­mynd­ir og tvær er­lend­ar sjón­varps­serí­ur auk sjón­varps­efn­is hér heima. Land og syn­ir er frum­sýnd 25. janú­ar 1980 og við vor­um að vona að hún fengi að minnsta kosti 40 þúsund áhorf­end­ur. Við feng­um tvö­falt það og meira til. Upp úr 1990 var ég kom­inn mikið í sjón­varps­verk­efni og ein­hverra hluta vegna varð mjög langt hlé á bíó­mynda­gerðinni og þegar ég hugsa um það þá var það hlé óþarf­lega langt. Heil 14 ár þar sem ég geri ekki bíó­mynd þótt ég hafi alltaf verið með hug­ann við það. Það var svona eitt og annað sem gerðist sem kom í veg fyr­ir það enda er það ekki alltaf auðvelt – og á ekki að vera auðvelt – að koma bíó­mynd á kopp­inn.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason