Leik- og söngkonan Selena Gomez varð á dögunum fyrsta konan til þess að ná 400 milljónum fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram.
Í lok febrúar tók Gomez fram úr raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner sem hafði verið með flesta fylgjendur allra kvenna á Instagram.
Þetta gerðist eftir að Jenner og Hailey Bieber voru sakaðar um einelti gegn Gomez, en fylgjendum Jenner og Bieber hefur farið ört fækkandi síðustu vikur á meðan fylgjendum Gomez hefur fjölgað.
Gomez fangaði afrekinu með myndaröð af sér með aðdáendum sínum og þakkaði þeim fyrir stuðninginn. „Ég vildi að ég gæti knúsað ykkur öll, 400 milljónir.“
Í dag er Gomez með 401 milljón fylgjendur á miðlinum á meðan fylgjendur Jenner eru 382 milljónir talsins.
Einungis tveir einstaklingar eru með fleiri fylgjendur en Gomez, en það eru knattspyrnumennirnir Cristiano Ronaldo sem er með 563 milljónir fylgjenda og Lionel Messi sem er með 443 milljónir fylgjenda.