Lifði í stöðugum ótta

Georgia Harrison segist hafa lifað í stöðugum ótta um að …
Georgia Harrison segist hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi birta fleiri myndbönd af henni án hennar samþykkis. Skjáskot/Instagram

Raun­veru­leika­stjarn­an Georgia Harri­son, sem vann mál gegn fyrr­ver­andi kær­asta sín­um Stephen Bear, lifði í stöðugum ótta við að fleiri mynd­bönd af þeim stunda kyn­líf færi í dreif­ingu á net­inu án samþykk­is henn­ar. 

Bear var dæmd­ur í 21 mánaða fang­elsi fyr­ir að beita hana sta­f­rænu kyn­ferðisof­beldi. 

Hin 28 ára gamla Harri­son seg­ir að það sem fyllt hafi mæl­inn hjá henni var þegar hann seldi mynd­bönd af henni á áskrift­arsíðunni Only Fans. Hrædd­is hún að Bear myndi selja fleiri mynd­bönd. 

Bear notaði eft­ir­lits­mynda­vél­ar í garði sín­um til að taka upp mynd­band af þeim stunda kyn­líf. Síðan sendi hann það á vin sinn auk þess sem hann seldi mynd­bandið á net­inu. Allt án samþykki frá henni. 

Seldi hann um 6 mín­útna langt mynd­band af þeim stunda kyn­líf, en upp­runa­lega mynd­bandið var 20 mín­útna langt. 

Harri­son seg­ir í viðtali við BBC Sunday að hún viti til þess að fólk hafi séð allt mynd­bandið. Það sé mun verri til­hugs­un. 

„Ég bjó við þann ótta að hann myndi selja meira,“ sagði Harri­son, sem kom fram und­ir nafni í rétt­ar­höld­un­um. Hefði hún getað notið nafn­leynd­ar í rétt­ar­höld­un­um en valdi að ger það ekki. 

„Mér leið eins og það væri eini kost­ur­inn í stöðunni. Það var búið að fara svo langt yfir mín mörk, áður en ég sá mynd­bandið þá var það komið í dreif­ingu á net­inu. Fjöldi manna hafði sagt mér að þeir hefðu séð það,“ sagði Harri­son. 

Fimm kon­ur hafa sam­band á hverj­um degi

Harri­son er með nálg­un­ar­bann gegn Bear og var hon­um gert að skrá sig sem kyn­ferðis­brota­mann. Verður hann á þeirri skrá í Bretlandi í tíu ár. 

Raun­veru­leika­stjarn­an seg­ir at­vikið hafa haft mik­il áhrif á hana og seg­ist hún nú eiga erfitt með að treysta. Hún seg­ir enn frem­ur að þó henn­ar mála­rekst­ur gegn Bear hafi komið Bret­um á óvart, myndi það koma hinum al­menna borg­ara enn meira á óvart að þetta ger­ist dag­lega. 

„Frá því að ég steig fram und­ir nafni hef ég orðið að mann­eskju sem þolend­ur sta­f­ræns kyn­ferðisof­beld­is leita til. Að minnsta kosti fimm kon­ur hafa sam­band við mig á hverj­um degi, vana­lega þolend­ur en stund­um mæður eða fjöl­skyld­ur þolenda sem vilja fá ráð,“ sagði Harri­son sem sagði að fólk myndi varla trúa hversu mörg brot­in eru. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason