„Mjög augljóslega rasísk“

Haraldur Þorleifsson gagnrýnir uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly.
Haraldur Þorleifsson gagnrýnir uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Samsett mynd

Har­ald­ur Þor­leifs­son, stofn­andi Ueno, seg­ist ekki skilja hvernig Íslenska óper­an hafi haldið áfram með sýn­ing­ar á verk­inu Madama Butterfly þrátt fyr­ir að fjöldi manns hafi sagt verk­efnið upp­fullt af kynþátta­for­dóm­um. 

Óper­an hef­ur verið gagn­rýnd harðlega á síðustu vik­um fyr­ir upp­færslu sína á verk­inu og aðstand­end­ur henn­ar sakaðir um að nota „yellow face“. Þá er notaður farði og gervi í þeim til­gangi gera hvítt fólk „asísk­ara“ í út­liti, oft á ýkt­an hátt.

Har­ald­ur bend­ir á að þrátt fyr­ir gagn­rýni hafi lítið breyst í sýn­ing­unni.

„1. Fullt af kláru fólki vinn­ur í lang­an tíma við að setja upp sýn­ingu en samt virðist eng­inn fatta að hún er mjög aug­ljós­lega rasísk?!

2. Sýn­ing­in er frum­sýnd og fullt af fólki bend­ir á að hún er rasísk en samt er nán­ast engu breytt!?“ spyr Har­ald­ur.

Rit­höf­und­ur­inn Sig­ur­jón Birg­ir Sig­urðsson, Sjón, tek­ur und­ir með Har­aldi og svar­ar spurn­ing­um hans. 

Sjón vís­ar þar til þess að leik­ar­inn Arn­ar Dan Kristjáns­son hafi skrifað óperu­stjóra bréf eft­ir fyrsta bún­ing­ar­ennsli. 

Vís­ar hann enn frem­ur til þess að Stein­unn Birna Braga­dótt­ir óperu­stjóri hafi vísað ásök­un­um um kynþátta­for­dóma og „yellow face“ á bug.

Fleiri hafa tekið und­ir með Har­aldi og Sjón, þar á meðal fjöl­miðlamaður­inn og leik­ar­inn Fel­ix Bergs­son, sem svar­ar Har­aldi með orðunum „spot on“.

Óper­an hef­ur aðlagað sýn­ingu sína að nokkru leyti eft­ir gagn­rýn­ina og hef­ur and­lits­máln­ingu leik­ara verið breytt. Á ann­arri sýn­ingu Ma­dömu Butterfly voru nokkr­ir leik­ara held­ur ekki með hár­koll­ur sem áður voru hluti af gervinu á frum­sýn­ing­ar­kvöld­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér finnast þeir sem að ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér finnast þeir sem að ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason