Þrítug TikTok-stjarna látin

TikTok-stjarnan Jehane Thomas.
TikTok-stjarnan Jehane Thomas. Ljósmynd/Instagram

Breska TikTok-stjarnan Jehane Thomas lést skyndilega á föstudaginn eftir að hafa þjáðst af lamandi mígreni í nokkra mánuði. 

„Ég greindist með sjóntaugabólgu fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa verið sagt að mígrenið mitt væri streitutengt,“ sagði hin 30 ára gamla TikTok-stjarna þann 5. mars. 

Thomas, sem var með um 67.000 fylgjendur á TikTok var ófeimin að segja frá veikindum sínum og spítalaheimsóknum á samfélagsmiðlum. 

„Jehane Thomas var þrítug, móðir tveggja drengja þegar hún lést skyndilega þann 17.03.23,“ segir í yfirlýsingu frá vinkonu hennar. „Þrátt fyrir að hafa þjáðst af mígreni og veikindaköstum í nokkra mánuði var fráfall hennar algjörlega óvænt og erum við öll algjörlega ónýt.“ 

Thomas lætur eftir sig tvo unga syni, þriggja ára og eins árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir