Jóhannes Haukur og Hopkins leiða saman hesta sína

Jóhannes Haukur býr yfir umfangsmikilli reynslu af að bregða sér …
Jóhannes Haukur býr yfir umfangsmikilli reynslu af að bregða sér í hlutverk vígamanna svo skylmingar í rómversku hringleikahúsi ættu að vera honum tamar.

„Sennilega stærsta áskorunin á ferlinum hingað til,“ skrifar leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sem nú stendur frammi fyrir því að leika í sjónvarpsþáttunum Those About to Die með engum öðrum en geðþekkustu mannætu síðari tíma á hvíta tjaldinu, Anthony Hopkins, sem líklega hefur verið mest áberandi síðustu áratugi sem geðlæknirinn Hannibal Lecter, hugarfóstur rithöfundarins Thomas Harris.

Um er að ræða skylmingaþrælaþætti með Rómaveldi hið forna sem sögusvið og túlkar Hopkins þar Vespíanus keisara sem lét hefja byggingu hringleikahússins Colosseum árið 72 eftir Krists burð en leikstjóri þáttanna er Roland Emmerich, sá þýski áhugamaður um heimsenda- og hamfarakvikmyndir en eftir hann liggja meðal annars báðar Independence Day-myndirnar, Godzilla, 2012, The Day After Tomorrow, White House Down og Moonfall.

„Er byrjaður að undirbúa líkamlegt atger[v]i fyrir þættina. Dettur ekki í [hug] að gera það hjálparlaust. Þjálfari og næringarfræðingur leiða mig í gegnum þetta,“ skrifar Jóhannes sem kveðst á leið til Rómar fljótlega í tökur en þættirnir eru tíu talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney