Nauðungarvistuð á geðdeild

Leikkonan Amanda Bynes.
Leikkonan Amanda Bynes. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Am­anda Bynes var nauðung­ar­vistuð á geðdeild á sunnu­dag eft­ir að hafa reikað um göt­ur Los Ang­eles nak­in. 

Í sam­tali við TMZ sögðu sjón­ar­vott­ar að Bynes, sem er með geðhvörf, hafi ráfað um göt­urn­ar nak­in og sagði öku­mönn­um að hún væri í man­íu.

Hún hringdi síðar sjálf í neyðarlín­una og var flutt á næstu lög­reglu­stöð. Í kjöl­farið var hún vistuð á geðdeild. 

Bynes hafði ætlað að mæta á popp­menn­ing­ar­ráðstefn­una 90s-con í Conn­ecticut með skær­ustu stjörn­um tí­unda ára­tugs­ins en hætti við vegna veik­inda.

Fékk frelsið aft­ur í fyrra

Leik­kon­an end­ur­heimti sjálfræði sitt á síðasta ári. Hafði móðir henn­ar verið lögráðamaður henn­ar í níu ár fyr­ir það. Móðir Bynes og geðlækn­ir henn­ar studdu hana í ferl­inu að sækja aft­ur um sjálfræði. 

Missti hún upp­haf­lega sjálfræðið eft­ir að hún var nauðung­ar­vistuð á geðdeild árið 2013. Auk þess að vera með geðhvörf hef­ur Bynes glímt við fíkni­sjúk­dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hamingjumoli dagsins: Í stað þess að einblína á upphæð, kíló eða topp á tindi skaltu hreinsa hugann. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hamingjumoli dagsins: Í stað þess að einblína á upphæð, kíló eða topp á tindi skaltu hreinsa hugann. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason