Paltrow í dómssal

Búist er við því að Gwyneth Paltrow beri vitni í …
Búist er við því að Gwyneth Paltrow beri vitni í réttarhöldunum. AFP/Patrick T. Fallon

Aðalmeðferð í máli fyrr­ver­andi sjón­tækja­sér­fræðings­ins Terry Sand­er­son gegn Óskar­sverðlauna­leik­kon­unni Gwyneth Paltrow hófst Park City í Utah í Banda­ríkj­un­um í dag. Paltrow mun sitja öll rétt­ar­höld­in en bú­ist er við því að hún muni bera vitni á næstu dög­um. Á

Sand­er­son höfðaði mál gegn Paltrow vegna skíðaslyss sem varð á Deer Valley-skíðasvæðinu árið 2016. Sak­ar hann hana um að hafa klesst á hann og skíðað á brott. Seg­ir hann hafa skíðað stjórn­laust og af gá­leysi niður brekk­una. 

Í slys­inu braut Sand­er­son fjög­ur rif­bein auk þess sem hann slasaðist á höfði. 

Paltrow hef­ur höfðað gagn­sókn og sak­ar hann um að hafa klesst á sig af full­um þunga. 

Krafðist 3,1 millj­ón banda­ríkja­dala

Sand­er­son, sem er 76 ára, fer fram á 300 þúsund banda­ríkja­dali í skaðabæt­ur eft­ir slysið. Hef­ur hann lækkað kröfu sína tals­vert, en fyrst fór hann fram á 3,1 millj­ón banda­ríkja­dala. Hann höfðaði málið fyrst árið 2019. 

Sagðist hann hafa beðið með að höfða málið í þrjú ár vegna þess að hann væri enn að glíma við af­leiðing­ar slyss­ins. Væri hann að glíma við al­var­leg­ar af­leiðing­ar heila­hrist­ings auk þess sem hann hafi átt í vand­ræðum með lög­menn sína. 

Í gagn­sókn Paltrow segja lög­fræðing­ar henn­ar að hún hafi ekki skíðað meira dag­inn sem slysið varð og að hún hafi beðið Sand­er­son af­sakið í kjöl­far árekst­urs­ins. Hann hafi þá sagt að í góðu lagi væri með hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason